English page Verkkosivu suomeksi

Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum

  • Folkhälsa

Fjölmiðlafólk og fræðimenn treysta á samvinnu sín á milli. En jafnvel þótt báðir þessir hópar starfi við að koma staðreyndum á framfæri eru aðferðir þeirra ólíkar, sem getur leitt til árekstra þegar starfssvið þeirra skarast.

Norræna velferðarstofnunin hefur gefið út ritið „Misnotkun staðreynda? Áfengi og vímuefni í fjölmiðlum“, sem hefur að geyma ábendingar fyrir viðmælendur og fréttamenn. Markmið ritsins er að stuðla að því að umfjöllun fjölmiðla um áfengi og vímuefni byggi í ríkari mæli á staðreyndum og nálgist málin frá öllum hliðum.

Í ritinu má finna ábendingar fyrir bæði fréttamenn og fræðimenn um hvernig þeir geta bætt samskipti á milli hópanna tveggja. Í ritinu er einnig orðalisti sem getur komið að gagni þegar fjalla þarf um rannsóknarniðurstöður, auk dæma um hugtök sem geta verið til vandræða í umfjöllun um mismunandi tegundir misnotkunar.

Ritið, sem gefið er út á öllum Norðurlandamálunum, er ætlað þeim sem stunda nám í blaða- og fréttamennsku og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í fræðistarfi, en einnig öðrum sérfræðingum sem koma að áfengis- og vímuefnamálum.

Icelandic version: Misnotkun staðreynda?  Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum

Publikationsfakta

PDF icon
Författare: Jessica Gustafsson, Nina Karlsson
Publikationsår: 2017
Publicerad: 2017-04-11 08:30:00
Språk: Isländska
Antal sidor: 31
Nyckelord:
  • Folkhälsa
Misnotkun staðreynda?  Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum

Nordens välfärdscenter | tel: +46 8 545 536 00 | | En institution under Nordiska ministerrådet